Færsluflokkur: Bloggar

HVAÐ ER AÐ ÞEGAR AÐ EKKERT ER AÐ??

Ég verð nú að segja það að íslendingar ætla seint að skilja þetta með að hafa haust- og vetrarfrí.

Eins og greinin gefur til kynna þá eru um 90% af þeim sem hafa tekið þátt í þessari skoðannakönnun sammála því að halda vetrarfrí og gera "ráð" fyrir því með hluta af sínu sumarfríi.

Ég skil ekki hvað er vandamálið því það erum við sjálf sem getum skapað þetta norm ef að við viljum það. Ekkert öðruvísi en er gert í flestum norður evrópulöndum eða nágranna þjóðum okkar eins og við viljum kalla þær þegar eitthvað jákvætt er til umræðu.

T.d. í Danmörku er haldin ein vika á haustin (vika 42) og ein vika að vetri til (vika 7) og allir gera ráð fyrir þessu. Þ.e.a.s. að fólk verður að gera plön aðeins fram í tímann. Ég veit að það á illa við marga íslendinga en þetta er bara að verða alveg rosalega gömul lumma með að kenna öllum öðrum alltaf um allt. Við stjórnum þessu sjálf! Fólkið sem passar börnin okkar á líka börn og eigendur og yfirmenn eiga líka börn.

Vikurnar þurfa ekki endilega að vera þessar en það þarf að vera samræmi yfir allt landið til að þetta gangi. Sem betur fer er fullt af fólki sem á ekki enn börn og aðrir sem eiga börn komin út úr grunnskóla eða í unglingadeild og ekki þarf að vera heim hjá allan daginn þó svo að það sé frí úr skólanum. Ef viljinn er fyrir hendi er þetta ekkert mál.

Og hvað er þá að ef ekkert er að? Við stjórnum þessu sjálf.

Freyja


mbl.is Vetrarfrí að hefjast hjá þúsundum barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband